Það voru hressir strákar sem komu í Vatnaskóg í gær. Þegar allir höfðu fundið sitt borð og komið sér fyrir í svefnskálanum var boðið upp á egg, beikon og bakaðar baunir í hádegismat.

IMG_9512

Eftir mat hófst dagskráin hjá okkur með stuttri skoðunarferð um svæðið. Strákarnir fengu kynningu á íþróttahúsinu, bátaskýlinu, kapellu og öðrum skálum. Ákveðið var að hafa bátana opna og voru þeir vinsælir hjá mörgum. Á efri hæð bátaskýlisins var opnað smíðaverkstæði þar sem drengirnir geta hannað og smíðað ýmsa hluti úr við sem kemur úr skóginum hjá okkur.

IMG_9527

Þá var Listasmiðjan opnuð, þar var hægt að búa til svokallaða „stressbolta“ sem margir dunduðu sér við. Íþróttahúsið var á sínum stað en þar er mögulegt að fara í borðtennis, körfubolta, fótboltaspil eða slaka á með góða syrpu í hönd.

IMG_9524

Í morgun þegar við vöknuðum var vatnið spegilslétt og var fínasta veður hérna í skóginum, í hádeginu hafði hins vegar aðeins kólnað hjá okkur. Sumir hafa verið í listasmiðjunni  í dag og er verkefni dagsins að smíða „larpsverð“ sem eru mjúk hættulaus sverð sem nota má í ævintýraferðum í skóginum.

Myndir úr flokknum má finna hér: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157656690707799

Kveðja úr Lindarrjóðri,

Ásgeir Pétursson