Fjörið heldur áfram hjá okkur í Vatnaskógi. Í morgun fengu strákarnir að hjálpa við bakstur og voru nokkrir áhugasamir um það. Á meðan var boðið upp á skipulagðar skylmingar út í skógi, enda hafa margir búið sér til mjúk sverð til að leika sér með.

IMG_9540

Seinnipartinn í gær var veðrir gott og því var ákveðið að draga strákana á tuðru á vatninu. Strákarnir fengu lánaða blautbúninga og björgunarvesti, sumir höfðu ekki alveg fengið nóg eftir að hafa verið á tuðrunni og skelltu sér út í vatnið eða á vatnstrampólínið. Síðan var gott að komast í heita karið sem er í fjörunni.

IMG_9554

Það er alltaf vinsælt að fara í listasmiðjuna eða kíkja í íþróttahúsið, einnig var boðið upp á skemmtilega skógarferð í gær.

IMG_9634

Kvöldvakan í gær var frábær og voru strákarnir límdir við þá fjölmörgu dagskrárliði sem voru á boðstólnum. Það voru meðal annars leikir, hugleiðing, leikrit frá starfsmönnum og drengjum ásamt því að framhaldssagan var á sínum stað.

Hér er veðrið milt og gott, logn en örlítil rigning.

Hérna má finna myndir úr flokknum: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157656690707799

Kveðja úr skóginum

Ásgeir Pétursson