Í gær fengum við smá rigningu á okkur hérna í skóginum en sluppum að mestu leyti við rokið. Þeir sem vildu ekki vera úti í mestu rigningunni gátu valið um að horfa á kvikmynd í gamla skála, bakað í matskálanum, smíðað á smíðaverkstæðinu ásamt mörgu fleiru.
Það er áskorun fyrir marga drengina að gista á öðrum stað en heima hjá sér og standa þeir sig allir eins og hetjur. Nú hafa þeir gist þrjár nætur í skóginum, sem er mikill sigur fyrir suma. Til að gerast Skógarmaður þarf að gista hér í tvær nætur, því eru allir drengirnir komnir í þennan fjölmenna hóp þeirra sem geta kallað sig Skógarmenn.
Mikið verðum um að vera í dag eins og alltaf, ný verkefni bíða í Listasmiðjunni og hægt verður að smíða eitthvað skemmtilegt á verkstæðinu. Eflaust verður eitthvað skemmtilegt í Íþróttahúsinu og kannski verður hægt að gera eitthvað á vatninu í dag.
Með kveðju
Ásgeir Pétursson