Fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta, verður kaffisala Skógarmanna haldin í sal KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og stendur frá 14:00 til 18:00. Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að mæta, styðja við starfið og njóta glæsilegra veitinga í leiðinni.

Kl. 20:00 um kvöldið eru síðan tónleikar að hætti Skógarmanna og því óhætt að lofa frábærri skemmtun. Raf-popp hljómsveitin Omotrack mun flytja frumsamin lög og Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og undirleik Ástu Haraldsdóttur. Einnig kemur Tríó ISLANDICA fram, en tríóið skipa Gísli Helgason (söngur og blokkflauta), Herdís Hallvarðsdóttir (söngur og bassi) og Ingi Gunnar Jóhannsson (söngur og gítar). Stjórnandi kvöldsins er Hákon Arnar Jónsson.

Allur ágóði dagsins rennur til Vatnaskógar en nú stendur yfir innréttingavinna við síðasta hluta hins nýja svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi, Birkiskála II. Það er því tilvalið að mæta og sýna Vatnaskógi stuðning og njóta góðra veitinga og fallegrar tónlistar.

Hérna er hægt að finna facebook viðburð Vatnaskógar.