Feðginaflokkur Vatnaskógar hefst á föstudaginn, 3. júní, og er enn hægt að skrá sig í hann hérna.

Að fara í feðginaflokk er gott tækifæri fyrir feður að koma í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar eða kynnast þessum frábæra stað. Það er tilvalið fyrir dæturnar að fara með pabba í Vatnaskóg og hafa það skemmtilegt með honum.

Hér eru nokkrar upplýsingar um flokkinn.

Mæting á staðinn
Gert er ráð fyrir að flestir komi á milli kl. 18:00 og 19:00 á einkabílum. Ekki er boðið upp á rútu.

Næg herbergi eru á staðnum og gert ráð fyrir að gestir velji sér herbergi þegar þau koma á staðinn.

Dagskráin hefst með kvöldverði kl. 19:00 og lýkur eftir hádegi á sunnudeginum.

Hlökkum til að sjá ykkur í Skóginum góða.

Á dagskrá verða íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira.

DAGSKRÁ Í FEÐGINAFLOKKI

Föstudagur 4. júní
19:00 Kvöldmatur
20:00 Dagskrá
Bátar, íþróttahús o.fl.
21:30 Kvöldvaka í Gamla Skála
Kapellustund
Kvöldhressing

Laugardagur 5. júní
8:30 Vakið
9:00 Morgunverður
9:30 Fræðslustund í Gamla
10:15 Fræðslustund fyrir feður
Dagskrá í íþróttahúsi fyrir stúlkur
12:00 Hádegisverður
13:00 Dagskrá:
Íþróttir, Bátar, smiðja o.fl.
15:00 Kaffi
Leikir, heitir pottar o.fl.
18:45 Hátíðarkvöldverður Matskála
20:00 Kvöldvaka að hætti hússins
21:30 Helgistund í Lindarrjóðri:
Kvöldhressing í Matskála

Sunnudagur 6. júní
9:00 Vakið
9:30 Morgunverður
10:00 Dagskrá
Íþróttahús/Bátar
11:45 Skógarmannaguðsþjónusta
12:30 Hádegisverður
14:00 Brottför

Nauðsynlegur farangur:
Sæng eða svefnpoki, lak, föt til skiptanna, íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt.
Einnig er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.

Ef einhverjar spurningar vakna má endilega hafa samband við skrifstofuna okkar í síma 588 8899.