Það var líf og fjör í Vatnaskógi í gær þann 17. júní. Sérstök hátíðardagskrá var á boðstólnum fyrir drengina þar sem búin var til sérstök wipe-out þrautabraut, farið í fáránleika, kappróður og hlýtt á upplestur frá fjallkonunni. Þá voru fastir liðir á sínum stað svo sem fótbolti, frjálsar íþróttir, bátar og smíðaverkstæði. Einnig fengu drengirnar að skella sér í pottana og vaða í Eyrarvatni í tilefni dagsins. Matseðillinn var líka með sérstökum hátíðarbrag og fengur drengirnir meðal annars heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur, kleinur og hátíðarköku í kaffinu. Þá var farið „út að borða“ í kvöldmatnum og allir fengu dýryndis Vatnaskógarborgara og djús. Það voru því saddir og sælir drengir sem lögðust til hvílu eftir góðan og viðburðaríkan dag í Vatnaskógi.

 

Með Skógarmannakveðju,

Arnar Ragnarsson