Í gær var hefðbundin dagskrá í Vatnaskógi, boðið var uppá frjálsaríþróttir, fótbolta, báta, nokkur mót voru keyrð í íþróttahúsinu og smíðaverkstæðið var á sínum stað. Þá var haldið æsispennandi kassabílarallí og að sjálfsögðu var landsleikur Íslands og Ungverjalands sýndur við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir kvöldkaffi var slegið upp heljarinnar náttfatapartíi með skemmtilegri tónlist, góðum dönsum, hressum leikritum og æsispennandi frammhaldssögu. Svona náttfatapartý eru splunkunýr dagskráliður í Vatnaskógi og algjörlega eitthvað sem er komið til að vera þar sem bæði drengirnir og foringjarnir skemmtu sér konunglega og allir fóru með bros á vör eftir góðan dag í háttinn.
Með Skógarmannakveðju,
Arnar Ragnarsson