Í gær var veisludagur í 2. flokki hér í Vatnaskógi. Foringjarnir kepptu við drengina í æsispennandi knattspyrnuleik þar sem drengirnir stóðu sig með stakri prýði og síndu mjög flotta takta á löngum köflum. Sérstakur veislukvöldmatur var á boðstólnum en drengirnir fengu að gæða sér á ljúffengri Bæjon skinku ásamt brúnuðum kartöflum, brúnni sósu, rauðkáli, salati ásamt öðru meðlæti og að sjálfsögðu fengu svo allir ís á eftir. Eftir kvöldmat tók svo við veislukvöldvaka þar sem öllu var til tjaldað, leikrit, söngur, sjónvarp Lindarjóður, hugleiðing um Guðs orð og bikaraafhending. Í dag líkur svo þessum frábæra flokki og drengirnir eru í þann mund að fara að setjast upp í rúturnar og leggja af stað í bæinn. Áætlað er að þeir skilir sér til baka á Holtaveg 28 klukkan 17:00.
Með Skógarmannakveðju,
Arnar Ragnarsson,
ÁFRAM AÐ MARKINU!!!