Ævintýraflokkur í Vatnskógi hófst í gær. Hingað komu tæplega 80 drengir. Staðurinn tók vel á móti þeim með sól og góðu veðri. Eftir að hafa komið sér fyrir, tók við hefbundin dagskrá með knattspyrnu, útiveru, íþróttum og svo að sjálfsögðu bátunum sem hafa notið mikila vinsælda. Það voru einnig margir drengir sem nýttu góða veðrið til að bleyta sig í vatninu.

Svo var að sjálfsögðu horft á Ísland – Austurríki og margir drengir sem fylgdust með. Það er óhætt að segja að fyrra markinu hafi verið vel fagnað og svo varð hreinlega allt vitlaust á lokamínútunni. Það var því mikill gleði í hópnum þó mörgum hafi svo ekki litist eins vel á Englendinga sem næstu mótherja.

Um kvöldið var svo köldvaka en eftir hana var brugðið út af venjunni og fyrsta ævintýri flokksins hófst. Þá var farið í fánaleik þar sem tvö lið berjast um fána hvors annars með miklum tilþrifum. Drengirnir skemmtu sér enda vel og eftir kvöldkaffi voru það þreyttir en ánægðir drengir sem voru fljótir að sofna.

Við höfum því miður ekki myndir til að birta núna en myndir frá deginum í dag koma inn á morgun.

Þráinn Haraldsson, forstöðumaður.