Nú er fjórði sumarbúðaflokkur sumarsins að fara í fullan gang hér í Vatnaskógi. Drengirnir eru rétt tæplega 100 talsins og fjörið er rétt að hefjast. Þessa viku eru yfir 20 starfsmenn og sjálfboðaliðar í skóginum. Elsti starfsmaðurinn kominn rétt yfir sjötugt og yngstu sjálfboðaliðarnir nýorðnir 16 ára.

Starfsfólkið er frábært samspil nýliða og margreyndra reynslubolta. Foringjar í 4. flokki eru Baldur Ólafsson, Pétur Ragnhildarson, Birkir Bjarnason, Þráinn Andreuson, Ögmundur Ögmundsson, Ísak Henningsson, Dagur Ólafsson og Benjamín Gísli. Eldhúsinu og þrifum er stýrt af Valborgu Rut Geirsdóttur en henni til aðstoðar eru Gríma Ólafsdóttir, Gunnhildur Einarsdóttir, Agnes Þorkelsdóttir og Una Kamilla Steinsen. Þess utan verða hvorki fleiri né færri en fimm matvinnungar á svæðinu, ungir framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Þau eru Mirra Ólafsdóttir, Helga Bryndís Einarsdóttir, Benedikt Guðmundsson, Katrín Silja og Fannar Hannesson. Umsjón með verklegum framkvæmdum hafa Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson.

Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er síðan í mínum höndum, ég heiti Halldór Elías Guðmundsson kallaður Elli, en í ár eru 26 ár sumur síðan ég var fyrst starfsmaður í Vatnaskógi og 36 sumur síðan ég var fyrst drengur í flokk.

Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.