Nú líður að lokum enn eins frábærs flokks í Vatnaskógi, frábær hóp drengja á staðnum þessa daga. Í gærdag var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem strákarnir voru hvattir til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Hópur drengja atti kappi við starfsfólk flokksins í knattspyrnuleik sem endaði með öruggum sigri drengjanna 🙁 – ljóst að mikilir framtíðarknattspyrnumenn eru í flokknum. Eftir hátíðarkvöldverð var drengjum boðið uppá að horfa á leik Frakklands og Þýskalands og síðan var hátiðarkvöldvaka.  Mikil stemming á kvöldvökunnni þar sem margt var í boði, bikaraafhending, biblíuspurningarkeppni, Sjónvarp Lindarrjóður, leikrit ofl.

Í dag voru drengirnir vaktir kl. 9 og að loknum morgunverði verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fram undir hádegi. Eftir hádegismat munu drengirnir svo pakka farangrinum sínum síðan boðið uppá dagskrá íþróttahúsinu og stutt lokastund í sal Gamla skála. Eftir það munu drengirnir fá síðdegishressingu og auk þess munum við gefa okkur góðan tíma til að auglýsa óskilaföt áður en drengirnir fara í rúturnar. Þau föt sem ekki ganga út munu koma í bæinn með rútunni.

Rúturnar til Reykjavíkur munu leggja af stað um kl. 16:00 og er áætluð heimkoma við KFUM og KFUK húsið við Holtaveg í Reykjavík um kl. 17:00 ef allt gengur eftir áætlun.

Mikilvægt er að foreldrar sem hyggjast sækja börnin sín í Vatnaskóg á morgun komi á svæðið ekki mikið seinna en kl. 15:30.

Að mínu mati hefur þessi vika í Vatnaskógi gengið mjög vel, veðrið  leikið við okkur þótt og vissulega megi alltaf gera betur. Eins og ég hef áður sagt þá leitumst við stöðugt að því að gera gott starf betra og ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur starfsfólkið í 5. flokki í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á

Með kærri þökk fyrir það traust sem þið foreldrar hafa sýnt okkur starfsfólkinu með því að senda drengina hingað í Vatnaskóg.

 

Veðrið: Nú er komin norð-austan átt, nokkur vindur og kaldara

Maturinn; Svínakjöt í veislumat í gær og pizzur í hádegismat í dag.

 

Nokkrar myndir fá veislukvöldvöku 

Ársæll forstöðumaður