Fyrsti stúlknaflokkurinn í Vatnaskógi hófst í dag. Á staðnum eru rúmlega 30 stúlkur og á annan tug starfsmanna.

Foringjar í stúlknaflokki sem annast dagskrá og umönnun stúlknanna eru Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir,  Gríma Katrín ÓlafsdóttirIngibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir, Hrafnhildur Emma BjörnsdóttirPáll Ágúst Þórarinsson og Matthías Guðmundsson.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Valborgu Rut Geirsdóttur en henni til aðstoðar eru Hugrún Lena Hansdóttir og Gísli Felix. Þá er einn matvinnungur á svæðinu, Anna Laufey Halldórsdóttir, ungur framtíðarleiðtogi sem grípur í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það myndataka, uppvask eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Umsjón með verklegum framkvæmdum hafa Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson. Þá verður Dagur Adam Ólafsson vinnumaður í flokknum og kemur að ýmsu daglegu viðhaldi.

Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er í höndum Dagrúnar Lindu Barkardóttur og Halldórs Elíasar Guðmundssonar (Ella).

Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.