Nú líður að lokum fyrsta stúlknaflokksins í Vatnaskógi. Nú í kvöld (mánudag) var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem stúlkurnar voru hvattar til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Öllum stúlkunum var fyrr í dag boðið að keppa við foringja flokksins í knattspyrnuleik sem endaði venju samkvæmt með sigri foringja, boðið var upp á dagskrá í íþróttahúsinu, bátarnir voru opnir hluta dagsins, nokkrar stúlkur kepptu í víðavangshlaupi og aðrar fóru á smíðaverkstæðið eða í listasmiðjuna.

Á morgun (þriðjudag) verða stúlkurnar vaktar kl.9:00 8:30 og að loknum morgunverði verður boðið upp á Oddakotsferð fjölbreytta dagskrá fram undir hádegi enda veðurspáin með ólíkindum góð. Eftir hádegismat munu stúlkurnar svo pakka farangrinum sínum, taka þátt í æsispennandi ævintýraleik og í stuttri lokastund. Að því loknu munu stúlkurnar fá síðdegishressingu og auk þess munum við gefa okkur góðan tíma til að auglýsa óskilaföt áður en þær fara í rútuna til Reykjavíkur.

Rútan til Reykjavíkur munu leggja af stað um kl. 15:55 og er áætluð heimkoma við KFUM og KFUK húsið við Holtaveg í Reykjavík um kl. 16:55 ef allt gengur eftir áætlun.

Mikilvægt er að foreldrar sem hyggjast sækja stúlkurnar sínar í Vatnaskóg á morgun komi á svæðið ekki mikið seinna en kl. 15:30.

Myndir úr 8. flokki

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157671362264505/

Að okkar mati hefur þessi vika í Vatnaskógi gengið mjög vel, þó vissulega megi alltaf gera betur enda í fyrsta sinn sem boðið er upp á stúlknaflokk í skóginum. Eins og við höfum áður sagt þá leitumst við stöðugt að því að gera gott starf betra og ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur starfsfólkið í 7. flokki í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á elli@vatnaskogur.net.

Með kærri þökk fyrir það traust
sem þið foreldrar hafa sýnt okkur starfsfólkinu
með því að senda stúlkurnar hingað í Vatnaskóg,
Dagrún Linda og Halldór Elías (Elli)