Í gær, fimmtudaginn 4. ágúst, var veður með besta mót hér í Vatnaskógi. Eftir morgunstund og umræðuhópa var farið í hin mannlega Pókemón, sem er nýtt afbrigði af hinum vinsæla tölvuleik – hér framkvæmdur án tölvu. Annars var dagskrá fjölbreytt yfir daginn, bátafjör, frjálsar íþróttir, fótbolti, tónlistarsköpun o.fl. Hápunktur gærdagsins var svo útilegan – þar sem stærstur hluti hópsins gekk um 5km. leið að Kúhallarfossum. Þar kveiktum við varðeld, héldum kvöldvöku og grilluðum brauð, pylsur og sykurpúða. 39 unglingar gistu svo í nótt á staðnum (nokkrir gengu heim um kvöldið), ásamt starfsmönnum, undir berum himni (á undirlagi). Það var svo sannarlega mikil upplifun og sigur fyrir þá sem tóku þátt. Í morgun var svo borðaður morgunmatur og svo haldið á stað heim á leið og mætt hingað í Lindarrjóður beint í dýrindishádegismat. Dagskrá dagsins í dag er svo í fullum gangi, bátar, fótbolti, blak, spjallstund o.fl. Myndir má sjá hér.

Kv. Gunnar Þór og Guðm. Karl.