Þá er runninn upp laugardagurinn 6. ágúst, sem jafnframt er síðasti heili dagurinn í þessum unglingaflokki. Af þeim sökum kallast hann líka veisludagur! Við fengum ýmis veður afbrigði seinnipartinn í gær, m.a. þrumur og sáum haglél setjast í fjallatoppa. Svo kom hellirigning, en stytti svo upp og frámuna veðurblíða lagðist yfir svæðið og hélst fram eftir kvöldi. Á kvöldvöku var m.a. flutt frumsamið lag eftir tónlistarhópinn sem sló í gegn, enda ótrúlega flott lag og flutningur. Eftir kvöldvöku var svo sett upp potta-partý við íþróttahúsið, en svæðið hafði verið skreytt í tilefni þess, seríur og læti. Í kjölfarið var svo diskó dansleikur á Café Lindarrjóðri, en unglingarnir höfðu hjálpað til við undirbúninginn yfir daginn með skreytingum og lagalistum. Þessa stundina er hópurinn í leikjum á Kapelluflötinni. Dagskráin er svo fullpökkuð yfir daginn, m.a. knattspyrnuleikur milli unglinga og starfsfólks, Brekkuhlaup og fleira. Kl. 19 hefst svo hátíðarkvöldverður og svo hátíðarkvöldvaka í kjölfarið. Á morgun, sunnudag, er svo lagt af stað héðan kl. 13 og hópurinn kemur á Holtaveg kl. 14 á morgun, en ekki kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Þetta verður síðasti pistillinn héðan í bili. Hópurinn er búinn að vera frábær og gaman að kynnast þessum efnilegu krökkum sem hafa skemmt sér mjög vel. Nokkrar myndir hér.

Kv. Gunnar Þór og Guðmundur Karl.