Þá erum við komin í Vatnaskóg, eftir mjög langa rútuferð… samkvæmt sumum strákunum að minnsta kosti. Ætli eftirvæntingin hafi ekki verið orðin töluverð, að komast loks í skóginn. Veðrið lék við okkur strax frá fyrstu mínútu svo það var fátt annað í stöðunni en að leyfa strákunum að prófa bátana og busla aðeins í vatninu.

IMG_3502

Flestir skemmtu sér vel í og við vatnið en einnig voru margir sem kíktu í íþróttahúsið en þar var boðið upp á hinar ýmsu íþróttir auk þess sem mögulegt var að lesa eða spjalla við aðra drengi eða starfsfólk á efri hæðinni.

IMG_3516

 

Seinni partinn í gær var hin sí-vinsæla listasmiðja opnuð og gladdi það marga, enda miklir listamenn hér á ferð. Fyrsta verkefnið var að búa til svokallaða „stresskarla“ en þá eru blöður skreyttar og fylltar með hveiti svo úr verða glæsilegir blöðrukarlar.IMG_3504

Nú í morgun var blankalogn hjá okkur í skóginum og margir skelltu sér út á vatn eftir morgunmat og morgunstundina.

 

Kveðja úr Vatnaskógi

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður