Í dag er veisludagur í Vatnaskógi, þá er borðaður veislumatur og kvöldvakan er sérstaklega vegleg. Á morgun förum við síðan heim og er áætluð heimkoma um kl. 14:00 á Holtaveg 28. Stemningin í hópnum er góð og margir drengjanna væru alveg til í að vera lengur í Vatnaskógi.

IMG_3708

Einn af hápunktum gærdagsins var skemmtileg ferð þar sem silgt var með drengina á mótorbátum yfir vatnið, þar tók við ganga upp í fallegt gil, en þar var mögulegt að stökkva eða busla í hyl. Kaffitíminn fór fram í gilinu þar sem boðið var upp á dýrindis súkkulaðiköku.IMG_3682

Á kvöldvökunni var hæfileikasýning og mátti þar sjá söng, gítarspil, dansatriði og frumsamið leikrit. Veðrið hefur leikið við okkur og hefur nánast verið blankalogn alla vikuna. Spáð var rigningu í gær en hún lét ekki sjá sig fyrr en seint í gærkvöldi og í nótt.IMG_3660

 

Kveðja úr Vatnaskógi

Ásgeir Pétursson