Jæja þá fer að líða að lokum hjá okkur Gauraflokki. Það er búið að vera ótrúlega gaman að kynnast drengjunum og vonandi hafa allir skemmt sér vel. Í gær var veisludagur hjá okkur sem endaði með þéttri dagskrá á kvöldvöku. Meðal annars sýndu drengir dansatriði, foringjar voru með leikrit ásamt því að sjónvarp Lindarrjóður var frumsýnt.

IMG_3774

Í morgun var einstakt veður hjá okkur í skóginum, þar sem sólin speglaðist á vatninu, enda algjört logn. Þegar strákarnir hafa pakkað saman verður boðið upp á ævintýragöngu um skóginn og einnig verður mikið fjör á bátunum og við vatnið. Það verða því þreyttir en vonandi ánægðir drengir sem fara heim í dag.

Vatna

Um leið og við þökkum fyrir flokkinn þá minnum við á að heimkoma er um kl. 14 í dag á Holtavegi 28. Við vonumst til að sjá drengina aftur í Vatnaskógi að ári liðnu.

 

Fyrir hönd starfsfólks Gauraflokks 2016,

Ásgeir Pétursson