Ekki láta þig vanta á flugeldasölu KFUM og KFUK 28.-31. desember!

Það eru nú flestir sem ætla sér að kaupa flugelda eða allavega stjörnuljós og þá er tilvalið að versla slíkt fyrir áramótin hjá KFUM og KFUK og styðja þannig um leið lokasprett Birkiskála II í Vatnaskógi

Opnunartímar verða eftirfarandi:

  • Miðvikudaginn 28. desember frá kl. 18 -22
  • Fimmtudaginn 29. desember frá kl. 16 – 22
  • Föstudaginn 30. desember frá kl. 12 – 22
  • Laugardaginn 31. desember frá kl. 10-16

Að þessu sinni verður flugeldasalan á Holtavegi 28 á NEÐRI HÆÐ. Þar verður hægt að festa kaup á flugeldum, bombum, blysum, tertum, stjörnuljósum og fleiru. Mjög hagstætt verð. Gerðu góð kaup og styrktu gott málefni.

Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim.