Þá er öðrum degi þessi flokks að ljúka. Þegar þessi orð eru skrifuð eru drengirnir allir komnir undir sæng eða svefnpoka og sofnaðir enda þreyttir eftir langan og viðburðarríkan dag.

 

Dagurinn hófst með morgunmat kl. 9 og svo var haldið á morgunstund þar sem sagt var frá Biblíunni og hvernig hún er uppbyggð. Þá tók við frjáls tími þar sem meðal annars var keppt í 1500 m hlaupi og það er gaman að sjá hversu vel drengirnir taka þátt í frjálsum íþróttum. Einnig nýtur knattspyrnan mikilla vinsælda.

 

Kl. 12 var hádegismatur þar sem boðið var upp á lasagne sem rann ljúlega niður. Þá tók við ýmis dagskrá.

 

Eftir kaffi var hægt að opna bátana á nýjan leik en þeir hafa verið lokaðir síðan í gær. Vind lægði og það voru margir drengir sem nýtu tækifærið og fóru út á bát. Einhverjir drengir reyndu einnig að veiða en engir fiskar komu á land að þessu sinni.

 

Það er knattspyrnan sem nýtur mestra vinsælda þessa dagana eins og oft áður. En fyrir þá drengi sem ekki hafa gaman að knattspyrnu er einnig mikið um að vera. Í Vatnaskógi er íþróttahús og þar er hægt að spila pool, borðtennis, fótboltaspil, tefla, lesa bækur, teikna og dunda sér. Það eru margir drengir sem nýta sér tilboðin í íþróttahúsinu, margir stoppa þar við á milli annara dagskrárliða. Hér eru einnig kassabílar sem njóta mikilla vinsælda sem og smíðaverkstæðið í bátaskýlinu. Skógurinn hér allt í kring er svo sannkallaður ævintýraheimur og margir drengir sem hafa farið í stuttar ferðir til að kanna hann.

Í kvöld var brugðið út af hefbundinni kvölddagskrá og kvöldvakan var flutt úr Gamla skála og upp í Skógarkirkju sem er skógarrjóður hér fyrir ofan. Þar er eldstæði og kveiktur var varðeldur. Deginum lauk svo með kvöldkaffi.

 

Þetta hefur því verið ánægjulegur dagur, hlýtt var í veðri og þurt að mestu fyrir utan ein síðdegisskúr.

Drengirnir hafa staðið sig vel og eru duglegir að taka þátt í dagskráni og njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Hér hefur verið lítið um heimþrá, en það er að sjálfsögðu eðlilegt að hugsa heim til mömmu og pabba af og til, því er þó fljótt gleymt í skemmtilegri dagskrá. Eins og ég skrifaði í gær þá höfum við alltaf samband við foreldra ef upp kemur heimþrá.

 

Hér eru myndir frá degi 1 og 2.

 

Kv. Þráinn Haraldsson, forstöðumaður