Í gær mættu tæplega 100 drengir, 9-11 ára í Vatnaskóg. Það var spenna í hópnum enda gaman að koma í sumarbúðir. Margir eru að koma í fyrsta skipti en stór hluti hefur dvalið hér í Vatnaskógi áður.

Tekið var á móti hópnum í matskálanum, þar dreifast drengirnir á 7 borð en borðin eru hóparnir sem þeir tilheyra meðan á dvölinni stendur. Á hverju borði er borðforingi sem hefur umsjón með sínum hóp. Borðin sofa einnig saman í herbergjum en hvert borð dreifist á 2-3 herbergi en herbergin í Birkiskála þar sem allir drengirnir sofa eru 4,6 eða 8 manna.

 

Þegar búið var að koma sér fyrir var hádegismatur, boðið var upp á kjötbollur og tóku drengirnir hraustlega til matar síns. Eftir matartíman hefst síðan hefðbundin dagskrá. Dagurinn í Vatnaskógi byggist upp á því að á milli matartíma er boðið upp á frjálsa dagskrá þar sem drengirnir geta valið sér mismunandi verkefni og farið á milli staða. Hefðbundin dagsskipulag er á þessa leið:

 

Kl. 08:30 Vakið

09:00 Morgunmatur

Morgunstund með fræðslu þar sem við kennum um Biblíuna og orð Guðs.

Frjáls tími t.d. knattspyrna, bátar, íþróttahús, útileikir, frjálsar íþróttir og smíðaverkstæði.

12:00 Hádegismatur – heit máltíð

Frjáls tími

15:00 Kaffitími

Frjáls tími

18:00     Kvöldmatur

Frjáls tími

20:00 Kvöldvaka með söng, leikriti, framhaldssögu og hugvekju.

Kvöldkaffi

Farið í háttinn

 

Dagskráin fór vel að stað í gær og tóku margir drengir þátt í knattspyrnu og íþróttum. Einnig var boðið upp á gönguferð um staðinn og eins nota margir þennan fyrsta dag til að kynnast staðnum og öllu því sem boðið er upp á. Því miður voru bátarnir lokaðir en það hvessti er leið á daginn.

 

Það voru því allir orðnir þreyttir þegar farið var að sofa, en vel gekk að sofna.

 

Flokkurinn hefur farið vel af stað og hlakkar okkur til að kynnast drengjunum betur næstu daga.

Eins og gengur með ungan hóp eins og þennan hefur örlítið borið á heimþrá, það er eðlilegt, enda stórt skref að fara frá foreldum sínum. Það hefur gengið vel að fá þá drengi til að taka þátt í dagskráni en þeir gleyma þeir sér við leik og þannig fjarar heimþráin út.

 

Hér í Vatnaskógi höfum við ávallt samband við foreldra ef upp kemur heimþrá. Það getur reynst gott fyrir marga drengi að fá að heyra í foreldrum sínum og vera hvattir áfram.

 

Í dag, fimmtudag, er hálfskýjað en smá vindur svo bátarnir eru því miður lokaðir. Myndir frá deginum í gær verða settir inn hér inn á síðuna síðar í dag.

 

Við minnum á símatími milli kl. 11 og 12 ef foreldrar vilja hafa samband. Síminn í Vatnaskógi er 433 8959.

 

Kv. Þráinn Haraldsson, forstöðumaður.