Í gær var 17. júni fagnað hér í Vatnaskógi. Veðrið var ekki eins og við hefðum kosið en töluvert ringdi, gekk á með skúrum yfir daginn. Strax um morgunin við fánahyllingu, en við flögguðum á öllum stöngum í tilefni dagsins, þá kom hellidempa og drengirnir voru því margir  blautir þegar komið var inn. Við höfum áætlað morgunstund úti í tilefni dagsins en í ljósi aðstæðna var hún færð inn.

 

Eftir morgunstund tók við dagskrá með bátum og íþróttum. Í hádegismat var pottréttur og eftir hann fóru flestir drengirnir og kepptu í hástökki. Einnig var boðið upp á útileiki, báta og fleiri,  en bátarnir njóta mikilla vinsælda.

Margir drengir hafa reynt fyrir í veiði en í gær komu tveir litlir fiskar á land.

Í kaffitímanum var hátíðarkaka, svo var haldið í hermannaleik, sem er klassískur leiku,r sem kannski einhverjir feður í hópnum muna eftir sem índjána og kúreka leik. Þar er drengjunum skipt í tvö lið sem berjast um að stela sem flestum klemmum frá andstæðingunum.

 

Eftir kvöldmat var svo bíósýning með poppi. Kvöldinu lauk svo með kvöldvöku og kvöldkaffi. Drengirnir voru sofnir kl. rúmlega 10.

 

Í dag 18. júni er svokallaður veisludagur, það er síðasti heili dagurinn í flokknum. Veðrið er gott og það er spennandi dagkrá framundan sem endar með veislukvöldverði og kvöldvöku í kvöld.

 

Á morgun fer rútan héðan frá Vatnaskógi um kl. 16 og verður komin á Holtaveg 28 í kringum 17:00. Við biðjum um að þeir foreldrar sem sækja drengina í Vatnaskóg komi ekki seinna en kl. 16.

Nánari fréttir frá deginum í dag koma inn í kvöld eða í fyrramálið.

 

Undanfarna tvo daga hefur verið talsvert af mýi hér í Vatnaskógi, eins og oft áður. Margir drengjana hafa því verið bitnir, við höfum borið á þá bæði After bite og eins Aloe Vera sem slær vel á kláðann. Þetta er að sjálfsögðu hvimleitt en allir bera sig vel.

 

Í gær voru ekki svo margar myndir teknar en við bætum úr því í dag. Myndunum var bætt við aftan við þessa möppu hér.

 

Kv. Þráinn Haraldsson, forstöðumaður.