Komið þið sæl, nokkrar fréttir úr Vatnaskógi.

Veðrið: Síðastliðna tvo daga hefur verið talsverð rigning en síðan stytti upp seinni partinn í gær. Í dag föstudag er síðan talverð gjóla úr norð-austri og eftir hádegi fór aftur að rigna.

Maturinn: Í gær voru hamborgarar í hádegismat og hakkréttur í kvöldmat. Í dag voru kjúklingar með frönskum í hád. í og kvöldmat verður skyr og brauð.

Dagskráin: Bátar voru í gær en ekki í dag vegna veðurs en í staðinn eru málmleitatækin tekin fram og hástökk í íþróttahúsinu auk smíðastofunnar sívinsælu. Síðdegis verður „hermannaleikurinnn“ sem er skemmitlegur eltingaleikur fyrir allan hópinn.

 Mýbit: Nokkuð hefur borið á því að drengir og starfsfólk hefur verið bitið af mýflugum sem voru nokkuð virkar fyrri part flokksins. Oft veldur bitið kláða í einn til tvo daga en síðan hverfur það og berum við krem ef þurfa þykir til að hjálpa til að einkenin hverfi fyrr. Þessir „ágætu“ gestir hafa þó yfirgefið okkur í bili a.m.k.

Myndir: Nú bætast nokkrar myndir við og munum birta fleiri fljótlega. MYNDIR HÉRNA