Rangsælisdagurinn í dag var fjörugur í meira lagi. Eftir að hafa fengið svínasnitzel í kvöldmat í hádeginu, var boðið upp á dagskrá við bátaskýlið, leynifélag og leiki, körfuboltamót, fussballkeppni og fjölmargt fleira. Hádegismaturinn kl. 18:30 var hafður úti við þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur. Að lokinni morgunstund í gærkvöldi um kl. 22 var síðan boðið upp á morgunmat, Cheerios, súrmjólk, kornflex, púðursykur og rúsínur. Starfsfólkið hafði á orði að það væri með ólíkindum hversu vel drengirnir tóku til matar síns í morgunmatnum.

Drengirnir voru síðan sendir í rúmið kl. 22:45, svo hægt væri að vekja þá kl. 23 og smala þeim saman í náttfatapartý í splunkunýjum samkomusal í Birkiskála. Náttfatapartýið sló í gegn, enda boðið upp á hópdansa, fjölmörg leikrit, sögu og frostpinna. Dagskránni lauk rétt upp úr miðnætti.

Í dag, sunnudag, verða drengirnir vaktir seinna en vanalega eða um kl. 9:30. Dagskrá hefst með morgunverði kl. 10:00 og að honum loknum verður Skógarmannaguðsþjónusta í sal Gamla skála. Þar sem Skógarmannaguðsþjónustunni verður ekki lokið fyrr en um 11:30, styttist símatími foreldra og verður einvörðungu milli 11:30 og 12:00.

Allar myndir úr flokknum má finna á slóðinni https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157682718834224.

Það er metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á elli@vatnaskogur.net.