Eftir að hafa gist í tvær nætur í Vatnaskógi í hefðbundnum dvalarflokki í sumarbúðunum eru dvalargestir með formlegum hætti Skógarmenn KFUM. Við segjum stundum að þeir gangi inn í eigandahóp sumarbúðanna Vatnaskógi ásamt með 14-15.000 öðrum núlifandi Íslendingum. Í eldri hópunum eru að sjálfsögðu alltaf nokkrir sem spyrja hvort þeir geti selt sinn hlut.

Dagskráin í gær var mjög hefðbundin, með bátum, smíðaverkstæði, íþróttum og leikjum. Þess utan buðum við upp á spilakvöld í gærkvöldi fyrir þá sem vildu minni hamagang. Leikrit Villiandarinnar sló í gegn á kvöldvöku sló í gegn og sjálfsævisögulega framhaldssaga Birkis Bjarnasonar foringja frá lífi sínu sem barn í Afríku hélt drengjunum hugföngnum allan tímann.

Framundan í dag er ævintýraleikur eftir hádegi, bikarkeppni í knattspyrnu eftir kaffi ásamt fjölmörgum öðrum spennandi dagskrárliðum.

Allar myndir úr flokknum má finna á slóðinni https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157683478994161

Það er metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á elli@vatnaskogur.net.