Í lok hvers matartíma í Vatnaskógi eru auglýst að jafnaði þrjú til fjögur tilboð um verkefni í frjálsum tíma. Síðan fara drengirnir í þá dagskrá sem þeir eru spenntastir yfir eða fara í eigin ævintýraverkefni í skóginum hér í kring.

Þannig var boðið upp á fjölbreytta dagskrá í dag, 60m hlaup, knattspyrnu, leikjafjör, „Eina krónu“, körfubolta, pool, fótboltaspil og báta. Það var þó vatnið sem átti hug drengjanna flestra, sér í lagi eftir kaffi og kvöldmat, þegar vindin tók að lægja. Drengirnir stukku út í, prófuðu vatnatrampólínið okkar, nutu þess að skjótast á bátanna, busla og skvetta.

Veðurspá dagsins í dag er svipuð og í gær og því er stefnt að frekara vatnafjöri ef vindur helst skaplegur. Þá er líka á dagskrá ganga út í skóginn með smá klettaklifri, frjálsar íþróttir, smíðaverkstæði og knattspyrna, svo fátt eitt sé nefnt.

Myndir úr flokknum verða á slóðinni https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157683372473873.

Það er metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á elli@vatnaskogur.net.