Þá er 7. flokkur á enda runninn.  Gera má ráð fyrir rútunun öðru hvoru megin við kl. 17 á Holtaveginum.  Dagurinn í dag er veðurfarslega besti dagurinn.  Margir hafa buslað í vatninu og því má gera ráð fyrir einhverju blautu í töskum drengjanna.  Veislukvöldið heppnaðist sérlega vel, mikil stemming og mikil gleði.  Þakka ykkur fyrir að treysta okkur fyrir drengjunum ykkar.  Þeir hafa verið heimilum sínum til sóma.  Óskilamuna er hægt að vitja á skrifstofu næstu daga.  Lifið í Guðs friði.  Við minnum á Sæludaga í Vatnaskógi um Verslunarmannahelgina sem er vímuefnalaus fjölskylduhátíð.  Sjá nánar á heimasíðunni.  Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson, forstöðumaður

 

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157683188578342