Það var mikið fjör á Eyrarvatni í gær. Eftir hádegismat var drengjunum leyft að vaða og synda í vatninu, auk þess sem boðið var upp á víðavangshlaup kringum vatnið (4,2 km), málmleit og margt fleira.
Flestir drengjanna nýttu sér tækifærið og dvöldu drjúga stund niður við vatnið, margir prófuðu vatnatrampólínið en aðrir létu sér nægja að setjast í fiskikarspottinn okkar og njóta þess að slaka á.
Í hádeginu var boðið upp á svínasnitzel og kartöflubáta og í kvöld var ávaxtasúrmjólk á boðstólnum ásamt brauði og margvíslegu áleggi. Deginum í gær lauk svo með kvöldvöku í kringum varðeld í Skógarkirkju, sem er fallegt rjóður rétt suðaustan við Lindarrjóður þar sem sumarbúðirnar eru.
Framundan í dag er veisludagur með hefðbundinni dagskrá, brekkuhlaupi, knattspyrnuleik drengja og foringja, veislukvöldverði og hátíðarkvöldvöku með verðlaunaafhendingu, Biblíuspurningakeppni, lokum framhaldssögunnar og Sjónvarpi Lindarrjóður svo fátt eitt sé nefnt.
Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.