Það var að venju margt á dagskrá í Vatnaskógi í gær. Oddakotsferð með hermannaleiksívafi, þar sem vaðið var í Eyrarvatni. Skotbolti og leikjafjör í íþróttahúsinu, fótboltaspilsmót, heitir pottar og fín kvöldvaka þar sem Birkir foringi sagði frá lífi sínu sem barn kristniboða í Omorate héraðinu í suðurhluta Eþíópíu, rétt við landamærin við Kenýa.
Hápunktur gærdagsins var þó varðeldur í Skógarkirkju, þar sem stúlkurnar grilluðu snúrubrauð og nutu kyrrðarinnar og lognsins í skóginum. Eftir varðeldin ákváðu 14 af 24 stúlkum að gista undir berum himni í Skógarkirkju ásamt foringjunum þeim Degi og Grímu. Þegar færslan fór í loftið var ekki ljóst hvernig gekk í útilegunni, en frekari fréttir koma síðar.
Myndir úr stúlknaflokki í Vatnaskógi 2017 eru á slóðinni https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157686869841375. Myndirnar eru teknar á tvær mismunandi myndavélar og koma því ekki alltaf í réttri tímaröð.
Það er metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á elli@vatnaskogur.net.