Kvöldvaka sumarbúðanna verður haldin í annað sinn þann 18. ágúst. Fjörið byrjar klukkan 19:00 á grasinu fyrir aftan Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hoppukastalar, útileikir og andlitsmálning verða í boði að kostnaðarlausu. Sjoppan verður að sjálfsögðu opin og þar verða seldar pulsur, gos, candyfloss og fleira gotterí. Klukkan 20:00 hefst kvöldvakan sjálf, sem mun eiga sér stað á stóru útisviði. Um er að ræða hefðbundna sumarbúðarkvöldvöku eins og við kunnum best að gera.

Við bjóðum alla velkomna og sérstaklega viljum við bjóða börnum sem hafa komið til okkar í sumarbúðir og fjölskyldum þeirra.