Senn líður að feðgaflokki í Vatnaskógi 25.-27. ágúst.

Við hlökkum til að sjá þátttakendur í Skóginum góða.

Á dagskrá verða íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira.

 

Mæting á staðinn

Gert er ráð fyrir að flestir komi á milli kl. 18:00 og 19:00.

Næg herbergi eru og gert er ráð fyrir að gestir velji sér herbergi þegar þeir koma á staðinn.

 

Rúta

Ef menn óska eftir að fá far með rútu þá þarf að panta það sérstaklega í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899. Verð kr. 3.000.-

Brottför með rútu föstud. kl. 17:30 frá Holtavegi 28, 104 Reykjavík og síðan frá Vatnaskógi í lok flokks á sunnudaginn.

Dagskráin hefst með kvöldverði kl. 19:00 og lýkur eftir hádegi á sunnudeginum.

Nánar kynnt á staðnum.

 

Nauðsynlegur farangur: 

Sæng eða svefnpoki,  föt til skiptanna, íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt.

Einnig er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.

F.h. starfsfólks

Ársæll Aðalbergsson

Dagskrá

Föstudagur

19:00 Kvöldverður
19:40 Gönguferð – Bátar – Íþróttir – Íþróttahús
21:15 Kvöldhressing í matsal
21:30 Kvöldvaka
Bænastund í kapellu

Laugardagur

8:30 Vakið
9:00 Fánahylling og morgunverður
9:30 Biblíulestur
10:00 Fræðsla fyrir feður
10:00 Dagskrá fyrir drengi í íþróttahúsi
11:15 Bátar – Smiðjan – Íþróttahúsið
12:00 Hádegisverður
13:00 Íþróttir – Bátar og vatnafjör– Íþróttahúsið – Útileikir
15:30 Kaffitími
16:00 Frjáls tími – Hermannaleikur – Bátar – Smiðjan – Heitir pottar
19:15 Hátíðarkvöldverður
21:00 Hátíðarkvöldvaka
Kvöldkaffi
Bænastund í kapellu

Sunnudagur

9:00 Vakið
9:30 Fánahylling og morgunverður
10:00 Skógarmannaguðsþjónusta
11:00 Frjáls tími- – Knattspyrna – Bátar – Smiðjan – Íþróttahús
13:00 Hádegisverður / Lokastund
Heimferð

Hvalfjarðardagar

Á sunnudeginum frá kl. 14:00 til kl. 17:00 verður opinn Vatnaskógur sem er hluti af Hvalfjarðardögum. Allir er velkomnir á staðinn þar sem boðið verður uppá báta, gönguferðir, hoppukastala ofl. Í Matskálanum verður hægt að kaupa kaffiveitingar.