Það voru hressir strákar sem komu í Vatnaskóg í gær. Flokkurinn hófst á því að drengirnir settust við sitt borð og fundu sér síðan herbergi. Í hádegismatinn var fiskur, en mikið er lagt upp úr hollum og góðum mat í flokknum.

Eftir hádegismat fór hvert borð með sínum foringjum í skoðunarferð um svæðið, þar sem þeir fengu að kynnast helstu stöðunum í Vatnaskógi. Eftir það byrjaði dagskráin að krafti með bátum, listasmiðju og íþróttahúsi.

Seinni partinn í gær hélt stuðið áfram við vatnið, sumir fóru að busla og aðrir á bát eða að veiða. Þess má geta að keppt verður í því hver veiðir stærsta fiskinn og er spurning hvort metið frá síðasta Gauraflokki verði slegið, en þá veiddist fiskur sem náði næstum því heilum fjórum sentimetrum.

Í gærkvöldi enduðum við daginn síðan á kvöldvöku þar sem var mikið stuð! það var sungið, flutt leikrit og stutt hugvekja. Við enduðum síðan á því að heyra fyrsta hluta framhaldssögunar en hún er vægast sagt æsispennandi.

Nú í morgun var fræðsla yfir morgunmatnum um Sr. Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM og Vatnaskógar. Einnig var farið yfir vináttu og hvernig góðir vinir eru.

 

Með kveðju úr Vatnaskógi

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður