Nú er komið að lokadegi í 2. flokki sumarsins í Vatnaskógi.
Í gær var veisludagur sem gekk vel en auk veilsudags var að sjálfsögu 17. júní sem haldin var hátiðlegur í Vatnaskógi eins og víða um land.
sjá td: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/17/fengu_lydveldishatidarkoku_i_vatnaskogi/
Flokkurinn hefur gengur mjög vel þrátt fyrir veðrið hafi ekki leikið við okkur fyrstu dagana en í gær var prýðisveður. Hópurinn samanstendur af hressum og skemmitlegum strákum sem eru samtaka og til mikillar fyrirmyndar.
Veðrið: Í gær birti til, smá skúrir en fínt veður. Í dag er bjart
Maturinn: Í gær voru pylsur í hádeginu og veilsukvöldmáltíð með gljáðu svínakjöti enda veislukvöld. Pizza verður í hádegismat í dag.
Dagskráin: Wipout, knattpspyrnuleikir, útileikir, körfubolti, skák, bátsferðir og hið sívinsæla smíðaverkstæðið hafa verið í aðalhlutvekum þessa síðustu daga flokksins.
Heimkoma: Gert er ráð fyrir drengirnir komi heim um kl. 17:00 á Holtaveg 28 –
Óskilamunir: Vinsamlega athugið óskilmuni sem munu koma með rútunni.
MYNDIR: HÉRNA!