Enn einn dagurinn er liðinn hér í 3. flokki með miklu fjöri. Svínadalsdeildin í knattspyrnu er í fullum gangi, bátarnir og smíðaverkstæðið hafa verið opin í allan dag. Fjöldi drengja horfði á leik Argentínu og Króatíu á HM stofunni. Kvöldvakan vakti lukku, skákmótið hófst, boðið var upp á tímaskyn, poolmót, Hungurleika og gönguferð svo ýmislegt sé talið. Afrek dagsins á þó ungur drengur í flokknum sem setti met í húlahringjasnúningskeppni. Hann hélt húlahringnum á lofti í 1 klst og 2 sekúndur, en þurfti að hætta þar sem komið var að kvöldkaffi.
Drengirnir njóta staðarins þrátt fyrir bleytuna sem hefur verið í dag og alltaf gaman að sjá að rigningin hefur lítil áhrif á gleði drengjanna, enda nóg við að vera.
Í dag var boðið upp á lasagna í hádeginu og ávaxtasúrmjólk í kvöldmat og tóku flestir drengjanna vel til matar síns.
Það er metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á elli@vatnaskogur.net.