5. flokkur: Flokkurinn kom í gær og þá var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Knattspyrnumótið fór í gang, frjálsíþróttamótið hófst með keppni í kúluvarpi, boðið var upp á smíðaverkstæði og báta. Einhverjir drengir stöldruðu við í HM stofunni okkar og horfðu á fótboltaleiki eða gripu í spil. Aðrir fóru í stuttar gönguferðir um svæðið og allir tóku þátt í hópleikjum eftir hádegisverð.
Maturinn í gær: Þegar drengirnir komu á svæðið í gær var boðið upp á kjúklingaleggi með hrísgrjónum, grænmeti og heitri og kaldri sósu. Í kaffinu var heimabakðar kökur og brauð. Í kvöldmat var síðan boðið upp á brauð og blómkálssúpu. Síðdegiskaffi sem að þessu sinn var mjólk og kex.
Kvöldvakan: Á kvöldvökunni var bikarakynning, leikrit, framhaldsaga og síðan var endað með hugvekju þar sem líf og staf æskulýðsleiðtogans Friðriks Friðrikssonar var gefin sérstakur gaumur og sýnd stuttmynd sem gerð var í tilefni 150 ára árstíðar Friðriks sem var 25. maí sl.
Veðrið: Í gær og þéttur úði eða rigning en síðan stytti upp seint um kvöldið og í dag er bjart og nánast logn og hiti 12°.
Maturinn í dag: Ofbakaður fiskur, lax og þoskur ásamt meðlæti og í kaffinu voru ilmandi nýbakaðir pizzasnúðar og tebollur.
Dagskráin: Bátar og smíðastofa. 60 m. hlaup og borðtennis er einnig í boði og eftir hádegi er hunger games sem er vel útfærður eltingaleikur. Eftir kaffi var fótbolti bátafjör, keppni í þróttahúsinu.
Drengirnir: Margir eru að koma í fyrsta sinn, og þurfa sinn tíma til að átta sig á staðnum en þeim virðist líða vel, eru duglegir að taka þátt og vera með í leikjum og eru almenn áhugsamir um það sem í boði er.
Myndir: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157692871567160
Ábendingar eða athugasemdir: Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi getur þú sent tölvupóst á arsaell@kfum.is
Með bestu kveðju, Ársæll og Þór Bínó forstöðumenn.