Dagskráin: Hitt og þetta hefur verið í boði í dag. Frjálsíþróttaforingi bauð upp spjótkast, hástökk og 400m hlaup. Þá var spilað, stangatennis, boðið upp á báta og smíðaverkstæði. Knattspyrnumót svæðisins er í fullum gangi, íþróttahúsið hefur verið opið og drengirnir hafa gripið í spil. Síðan var farið í gönguferð um skóginn. Framundan á morgun er síðan fjölbreytt dagskrá meðal annars verður svokallaðann hermannaleik sem er í raun skemmilegur eltingaleikur með klemmur sem líf.
Drengirnir: Um leið og drengirnir hafa fundið sig betur heima hér í skóginum, hefur aðeins borið á núningi milli drengjanna enda eru þeir tæplega 100 á staðnum. Það hefur þó ekki komið til stórra árekstra. Þó vissulega gangi mjög vel hjá allflestum drengjunum að fylgja reglum og koma vel fram við náungann.
Myndir frá flokknum birtast á slóðinni HÉRNA
Með bestu kveðju, Ársæll og Þór Bínó.