Nokkrar fréttir úr Vatnaskógi 5. flokkur

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:004. júlí 2018|
Hér eru nokkrar fréttir úr Vatnskógi:
Kvöldvakan í gær: Á kvöldvökunni í gær var byrjað á að sýna æsispennadi vítaspyrnukeppni í leik Englands og Kólumbíu síðan leikrit, framhaldsaga og loks endað með hugvekju  þar sem gefin sérstakur sögunni úr biblíunni um synina tvo og kærleiksríkan föður þeirra.Veðrið: í dag var fínasta veður frameftir, sól og hægur vindur en síðan kom norðaustan gjóla og kólnaði hiti um8°.Maturinn í dag: Lagsage í hádegismat kaffinu voru ilmandi skúffukaka og kleinuhringur. Í kvöldmat var plokkfiskur.

Dagskráin: Hitt og þetta hefur verið í boði í dag. Frjálsíþróttaforingi bauð upp spjótkast, hástökk og 400m hlaup. Þá var spilað, stangatennis, boðið upp á báta og smíðaverkstæði. Knattspyrnumót svæðisins er í fullum gangi, íþróttahúsið hefur verið opið og drengirnir hafa gripið í spil. Síðan var farið í gönguferð um skóginn. Framundan á morgun er síðan fjölbreytt dagskrá meðal annars verður svokallaðann hermannaleik sem er í raun skemmilegur eltingaleikur með klemmur sem líf.

Drengirnir: Um leið og drengirnir hafa fundið sig betur heima hér í skóginum, hefur aðeins borið á núningi milli drengjanna enda eru þeir tæplega 100 á staðnum. Það hefur þó ekki komið til stórra árekstra. Þó vissulega gangi mjög vel hjá allflestum drengjunum að fylgja reglum og koma vel fram við náungann.

Myndir frá flokknum birtast á slóðinni HÉRNA

Með bestu kveðju, Ársæll og Þór Bínó.

Deildu þessari frétt

Fara efst