Hér koma fréttir frá Vatnaskógi!
Framundan hér í Vatnaskógi er veisludagur sem þýðir að þetta er seinasti heili dagurinn í flokknum. Í tilefni af því verður haldin í kvöld hátíðarkvöldvaka og borðaður verður sérstakur veislumatur sem eldhúsið reiðir fram. Dagskráin í gær var fjörug en drengirnir fengu að fara í vatnafjör og Wipeout-braut enda veðrið með besta móti. Hið víðfræga Víðavangshlaup var haldið þar sem nokkrir drengjir hlupu í kringum vatnið. Kvöldvakan var haldin í Skógarkirkju sem er rjóður í skóginum og eftir kvöldkaffi var boðið uppá kassaklifur sem Björgunarfélag Akraness stóð fyrir. Bátar og fótbolti var einnig á dagskrá og margir strákar skelltu sér á bát í kvöldsólinni.
Dagskráin í dag á veisludegi er gífurlega mikil en strax að lokinni morgunstund og fánahyllingu ætlum við að ganga niðrí Hvalfjörð þar sem drengjunum verður boðið uppá mótorbátsferð um fjörðinn en það er einnig Björgunarfélag Akraness sem sér um það. Í hádeginu verða grillaðar pylsur á Hlöðum og svo sundferð í sundlauginni þar. Það má segja að þetta sé sannkallaður veisludagur hér í Vatnaskógi, veislumatur og veilsukvöldvaka þar sem verður til dæmis sýnt Sjónvarp Lindarrjóður. Eftir kvöldkaffi býðst svo drengjum að etja kappi við foringja í fótbolta ásamt hinu ýmsu fleirru sem verður á boðstólum.
Fleiri fréttir munu birtast á morgun. Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið bino@re.is eða hafa samband í síma: 4338959.
Hérna er hægt að finna myndir úr flokknum, en við reynum að birta myndir jafnóðum myndirnar sjá HÉRNA !!!