Í dag, fimmtudag 19.júlí, er síðasti dagur 7. flokks þetta árið. Eftir viðburðaríkt veislukvöld í gærkvöldi voru drengirnir vaktir kl. 09:30. Morgunmatur hófst 10:00 og að honum loknum er fánahylling og morgunstund. Að henni lokinni munu drengirnir pakka og ganga frá farangri sínum fyrir hádegismat kl.12:00
Eftir hádegisverð verður boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá fram að kaffitímanum. En drengirnir fá kaffihressingu kl. 15:00 og í kjölfarið auglýsir starfsfólkið óskilaföt sem hafa fundist á víð og dreif um Vatnaskóg þessa viku.
Rúturnar leggja af stað til Reykjavíkur um kl. 15:50 og foreldrar sem hyggjast sækja börnin sín upp í Vatnaskóg þurfa að vera komin á svæðið í síðasta lagi kl. 15:40. Ef drengirnir verða sóttir er mikilvægt að við vitum það í tíma svo drengirnir geti sett farangurinn sinn til hliðar og hann fari ekki í rútuna. Rúturnar koma að KFUM og KFUK húsinu í Reykjavík rétt um kl. 17:00.
Myndir frá flokknum birtast HÉRNA!
Þetta er síðasta færslan frá 6. flokki 2018. Við sem störfum í Vatnaskógi erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sína okkur með því að senda börn sín í sumarbúðir og tökum það traust alvarlega. Það er og metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi í tengslum við 6. flokk getur þú sent tölvupóst á bino@re.is eða haft samband við skrifstofu KFUM og KFUK í Reykjavík, sími 588 8899.