Við brottför af Holtaveginum tilkynntum við að við vildum bjóða foreldrum/forráðamönnum og ættingjum sem vilja að líta í heimsókn í Vatnaskóg núna á sunnudaginn milli kl. 14-16 þar sem hægt verður að fara í skoðunarferð um staðinn og/eða t.d. farið út á bát. Við vildum minna á þetta tilboð, sérstaklega fyrir þau sem keyrðu strákana sína beint upp í Skóg eða misstuð af tilkynningunni af öðrum ástæðum. Jafnframt viljum við óska eftir því að þau sem vilja líta í heimsókn, virði auglýstan heimsóknartíma, en það hjálpar starfsliði Skógarins mikið við skipulag dagsins.

Fyrir hönd forstöðumanna og foringja 9. flokks,
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson