Nú eru drengirnir í 9. flokki Vatnaskógar þetta sumarið að verða búin að vera rúman sólarhring í Skóginum. Það var mikið líf og fjör í gær á meðan strákarnir voru að kynnast staðnum og því sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Bátarnir voru því miður lokaðir vegna veðurs en í staðinn var boðið upp á ferðir með foringja á mótorbát. Smíðaverkstæðið var líka opið og síðan var íþróttahúsið og svæðið þar í kring var mjög vinsælt, þar sem að drengirnir léku sér í Kubb, stangartennis, einhverjir prufuð mannlegt fótboltaspil og síðan var 60 m spretthlaup á íþróttavelli. Fótboltinn var einnig vinsæll og nokkrir drengir fengu einnig að horfa á leik Stjörnunnar og FC Köbenhavn í undankeppni Evrópudeildarinnar. Ég verð líka að fá að minnast á hvað var gaman að sjá nokkra stráka taka sig til og búa til eiginlega lest með kassabílunum. Önnur mót sem að hófust í gær voru síðan borðtennis, fótboltaspil og kubb mót. Dagurinn í dag lofar góðu og er veðrið betra en undirritaður bjóst við og bátarnir voru opnir í dag. Við vonum síðan að veðrið verði áframhaldandi gott næstu daga og þessi gula á himninum verði ekki of feimin.

Á matseðlinum í gær var boðið upp á sænskar kjötbollur með kartöflumús, grænmeti, sósu og sultu í hádegismat. Í kaffitímanum var jógúrtkaka og döðlubrauð með smjör og osti og síðan var blómkálssúpa og brauð. Einnig fengu þau smá kex í kvöldkaffi. Á kvöldvökunni var síðan líf og fjör, mikið sungið, leikfélagið Villiöndin sýndi gamanleik, framhaldssagan hófst, en hún er byggð á bókinni Barist til sigurs eftir Jan Terlouw. Loks var flutti Gunnar Hrafn foringi drengjunum síðan hugleiðingu.

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna þessa vikuna eru Dagur Ólafsson, Gunnar Hrafn Sveinsson, Hjalti Jóel Magnússon, Matthías Guðmundsson, Sigurður Pétursson og Þráinn Andreuson. Forstöðumenn flokksins eru bræðurnir Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor í efnafræði við HÍ og Davíð Örn Sveinbjörnsson, lögmaður hjá Advel og aðjúnkt í lögfræði við HÍ.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Ingibjörgu Lóreley Zimsen Friðriksdóttir. Henni til aðstoðar eru þær Anna Laufey Halldórsdóttir, Gunnhildur Einarsdóttir, Harpa Vilborg R. Schram og Sara Lind Sveinsdóttir.

Einnig erum við með framtíðarleiðtoga sem að aðstoða við hin ýmsu verkefni. Matvinnungar þessa vikuna eru þær Alice Viktoria Kent, Ásta Isabella Kent og Emma Karína Jakobsen. Þá verða Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði ásamt Benjamíni Pálssyni og Grímu Katrínu Ólafsdóttur.

Við stefnum að því að birta fréttir úr Vatnaskógi hvern dag í kringum hádegið (rétt fyrir eða eftir hádegismat) með helstu upplýsingum um hvað er að gerast í skóginum og einnig munum við birta myndir reglulega HÉR á flickr. Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið benjaminrs@hi.is eða david@advel.is og um að gera að hafa samband í símatíma milli kl. 11-12 á morgnana í síma: 433-8959.

Fyrir hönd forstöðumanna,
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson