Þá er komið að brottfarardegi hjá okkur í Vatnaskógi. Flokkurinn hefur verið vel heppnaður og vonandi koma allir ánægðir heim.

Veisludagurinn í gær var góður og kvöldvakan var stórkostleg. Þar voru flutt leikrit og sýnt myndband úr flokknum auk þess að sigurvegarar úr hinum ýmsu keppnum voru krýndir.

Ég minni á að rútan kemur á Holtaveg 28 um kl. 14 í dag.

Við þökkum fyrir okkur og minnum á myndasíðuna: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157709008510958

Bestu kveðjur

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður