Hér koma fréttir dagsins frá Vatnaskógi!
Skógarmenn: Nú hafa þeir sem voru að koma í fyrsta sinn í flokk í Vatnaskóg og hafa hlotið sæmdarheitið Skógarmaður en Skógarmaður er sá sem dvalið hefur í Vatnaskógi í tvær nætur í flokki á vegum Skógarmanna.
Veðrið: Búið að vera heitt og mjög þurrt og sól, en yfirleitt talsverð gjóla – sólarvörn hefur verið óspart notuð.
Maturinn í dag: Grísasnitsel og meðlæti í hádegismat, í kaffinu voru ilmandi bollur, súkkulaðikaka og kókoskúlur. Í kvöldmat var pasta.
Dagskráin: Hinn sívinsæli hermannaleikur var eftir hádegismat. Þá var spilað, stangatennis, skák, körfubolti og að sjálfsögu fótboltinn m.a. vító, íþróttahúsið hefur verið opið.
Kvöldvakan: Á kvöldvökunni í kvöld var hæfileikasýning þar sem boðið var leikrit, einsöng píanótónlist, leiki og ýmsa óvenjulega hæfileika þá var framhaldsagan og hugvekja á sínum stað og mikið sungið.
Á morgun: Framundan á morgun er veisludagur sem er síðasti heili dagurinn og endar hann með veilsukvöldverði og hátíðarkvöldvöku.
LOKSINS nokkrar myndir! MUNA AÐ SMELLA HÉR!
Með bestu kveðju, Ársæll