Gleðilegan 17. júní, sem er líka brottfarardegur í 2. flokki,
Í gær, var veisludagur en síðasti heili dagurinn er kallaður veisludagur:
Dagskráin: Brekkuhlaup þar sem varskir drengir spreyttu sig og gáfu allt í að koma fljótt í mark. Við bátaskýlið var boðið uppá báta, smíðaverkstæði, og auðvitað smá vatnafjör þar sem nokkrir drengir hoppuðu útí ískalt Eyrarvatn. Íþróttahúsið var að sjálfsögðu opið og boðið uppá hinar ýmsu keppnir sem og heitupottana. Eftir síðdegishressingu var æsispennandi fótboltaleikur á milli foringja og drengja þar sem foringjarnir rétt mörðu sigur.
Kvöldvakan í gær: Hátíðarkvöldvaka var í tilefni af veisludegi, flokkurinn gerður upp, veittir voru bikarar fyrir hinar ýmsu keppnir og þrautir ss. svínadalsdeildina í knattspyrnu, fiskinn, frjálsíþróttir, biblíuspurningakeppnina, hegðunarkeppnina og miklu fleira. Leikhópurforingja sýndi leikrit og sýndi svo Sjónvarp Lindarrjóður sem er skemmtiþáttur með myndbrotum úr flokknum ásamt leiknum atriðum.– Óhætt er að segja að frábær stemmning hjá þessum frábæru dregnjum.
Veðrið: Í dag 17. júní er smá gjóla bjart en fallegt veður og hiti um 18° C.
Maturinn: Í gær: Skyr í hádegismat, í kaffinu voru sjónvarpskaka, rúsínubrauð og smákaka. Í kvöldmat var svínakjöt og meðlæti, í eftirrétt. Í dag verður pizza í hádeginu og kleinuhringir í íslensku fánalitunum í síðdegishressingu.
- Í dag verða bátar, íþróttahúið opið, fótbolti, hópleikur ofl.
Lúsmý: Lúsmýin hefur herjað á okkur hressilega, sérstkalega seinni hluta flokksins en þessi tími ársins er „hennar tími“ og veðrið hefur verið henni einstklega hagstætt, hún er langmest áberandi í á kvöldin en hún fer í mikið manngreiningarálit ræðst á suma en aðra ekki. Það koma því nokkrir drengir með talsverð bit víða um líkaman, mest í andliti og á höndum, þeir sem hafa fengið bit hafa fengið after bite og græðandi áburð og jafnvel ofnæmistöflu.
Óskilamunir: Vinsamlega athugið þá óskilmuni sem munu koma með rútunni best að kíkjá á það strax, munum reyna að koma þeim fyrst út úr rútunni. Allir óskilamunir sem ekki finnast í dag verða sendir á Holtaveg 28, þar sem hægt verður að nálgast þá.
Vatnaskógarbolir: Verða til sölu á Holtavegi fyrir þá sem hafa áhuga kosta kr. 2.500.-
Heimkoma: Kaffitími er kl. 15:00, brottför úr Vatnaskógi er kl. 16:00 og heimkoma um kl. 17:00 á Holtaveg 28
Nokkrar myndir: HÉRNA