Í gær komu um 100 drengir í 3. flokk Vatnaskógar og munu dvelja í Skóginum fram til 23. júní.

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir Friðrik Páll Ragnarsson Schram, Gunnar Hrafn Sveinsson, Benedikt Guðmundsson, Gestur Daníelsson, Jakob Viðar Sævarsson, Jens Eli Gunnarsson og Matthías Guðmundsson. Þeim til halds og trausts er Daði Rúnar Jónsson og forstöðumaður flokksins Hreinn Pálsson.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Ingibjörgu L Friðriksdóttur en henni til aðstoðar eru Ísak Jón Einarsson, Hákon Arnar Jónsson, Birna Júlía Björnsdóttir og Salóme Pálsdóttir.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem koma sem sjálfboðaliðar og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þau Ása Hrönn Magnúsdóttir, Svanhildur Reynisdóttir, Sverrir Hákon og Jakob Freyr Einarsson.

Þá eru þeir Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Allt gengur mjög vel, hressir og skemmtilegir drengir og duglegir að taka þátt í því sem í boði er, útileikir, keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta sem og skemmitlegir innleikir að ógleymdir smíðastofunni. Þá er knattspyrnumótið í fullum gangi.

Veðrið: Búið að vera kalt og þurrt og nokkuð mikill vindur þessa tvo fyrstu daga. Ekki gott bátaveður.

Maturinn: Í gær (Þriðjudag) var boðið uppá sænskar kjötbollur, og blómkálssúpa í kvöldmat, í dag (miðvikudag) verður fiskur í raspi og kartöflur í hádegismat og pylsur í kvöldmat. Svo er auðvitað dúndur kaffitími alla daga.

Kvöldvakan: Á kvöldvökunni var leikrit, framhaldsaga auk hugleiðingar – og mikið sungið.

Meira síðar!