Eldhúsið í Vatnskógi gegnir mikilvægu hlutverki. Þar er borðað 5 x á dag stóran hluta ársins. Á næstu árum munu Skógarmenn endurnýja Matskálnn sem hýsir eldhúsið, matsalinn ofl. Tækin í eldhúsinu gegna miklvægu hlutverki í allri eldamennsku og án efa er miklvægasta tækið ofninn, sem í raun eldar, bakar og steikir. Nú er staðan þannig að það þarf að endurnýja ofninn Nú eru tveir ofnar, nýrri ofninn er ekki á sumarið sitjandi eftir um 20 ára þjónustu og sá eldri fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og virkar mjög takmarkað.
Nýr ofn
Valborg ráðskona hefur fundið ofn sem mun þjóna Vatnaskógi ennþá betur en núverandi ofnar, nýi ofninn er stærri og afkastar 75% meira sá ofn sem við nú er notaður og sparar umstang og vinnu þar sem hægt er að aka plötum af vagni inn í ofninn, tímasetja betur og gera meira í einu. Ofninn sem valinn hefur mun þjóna staðnum um ókomin ár og standa áfram í framtíðarmatskála Vatnaskógar.
Söfnun fyrir nýjum ofni
Ofninn kostar 2,3 milljónir þegar innflutningsaðili hefur komið mjög vel á móts við Vatnaskóg. Núverandi og nokkrir fyrrverandi starfsmenn Vatnaskógar hafa hafið söfnun fyrir nýjum ofni og velunnari Vatnaskógar hefur einnig styrkt verkefnið ríkulega þannig að nú vantar aðeins um 900 þús krónur til að Vatnaskógur geti fjármagnað þennan framtíðarofn. Við hvetjum þig til að leggja þessari söfnun lið
Hvernig styð ég kaup á nýjum ofni
Hægt að leggja inná reikn. nr. 117-26-12050 kt. 521182-0169 – skýring greiðslu má vera ofn. Við munum birta upplýsingar um stöðu mála fram að loka degi sem er 11. júlí.
Skógarmenn – Áfram að markinu