Þá er þessi flokkur senn á enda og hefur gengið mjög vel. Strákarnir fá pizzu í hádegismat og kleinuhringi í kaffitímanum. Brottför úr Vatnaskógi er klukkan 16:00 og áætluð heimkoma á Holtaveg 28 er klukkan 17:00. Veðrið er frábært núna og eru flestir út á bát eða í fótbolta.

Í gær var veisludagur!

Það var stórskemmtilegur veisludagur í gær. Það var frábært veður þannig að strákarnir fengu að vaða og synda í vatninu. Fótboltaleikur foringja og drengja fór fram þar sem foringjar unnu 6-4. Foringjum var hætt að lítast á blikuna eftir að strákarnir jöfnuðu í 4-4 en foringjar náðu inn tveimur mörkum í framlengingu og tóku sigurinn. Í hádegismatinn var Skógarmannaskyr og Bayonskinka í kvöldmatinn. Á veislukvöldvökunni var svo bikarafhending, leikrit, sjónvarp lindarrjóður, hugleiðing og mikið sungið. Í flokknum var skógarmet slegið og fékk sá drengur sérstaka viðurkenningu fyrir það afrek. Visir.is tók eftir því og skrifaði um það frétt, mjög gaman.

https://www.visir.is/g/2019190629578/met-fra-arinu-1982-slegid

Það eru komnar inn nýjar myndir á myndasíðuna og vil ég nýta þetta tækifæri og þakka fyrir frábæran flokk.

Bestu kveðjur,

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

IMG_3725