Það er búið að vera mikið fjör í þessum ævintýraflokki. Í gær lögðum við af stað í gönguferð eftir kaffi. Var ferðinni heitið rétt fyrir neðan Saurbæ. Þar tók á móti okkur björgunarsveitarfólk frá Akranesi og voru þau með mótorbátinn sinn með sér. Boðið var upp á frábæra mótorbátsferð í Hvalfirðinum. Þetta var mikil upplifun fyrir strákana og skemmtu þeir sér konunglega. Eftir bátinn var ferðinni heitið á Hlaðir þar sem strákarnir fengu grillaðar pylsur. Því næst var boðið upp á að fara í sund í sundlaugina á Hlöðum, mikið stuð. Eftir sundið keyrðum við strákana heim í Vatnaskóg og fengum við okkur kvöldkaffi. Þaðan fórum við á klassíska skógarmanna kvöldvöku og sungum, sáum leikrit, heyrðum framhaldssögu og hugleiðingu. Í stað þess að fara sofa beint eftir kvöldvöku buðum við þeim sem vildu upp á bíókvöld með poppi og gosi í Birkisal, allir völdu það. Það var svo komin ró í Birkiskála um 00:30.

Við leyfðum strákunum að sofa aðeins lengur í dag. Þeir voru algjörlega búnir á því eftir gærdaginn. Matseðillinn er ekki af verri endanum í dag en við fáum við snitsel og kartöflubáta í hádegismatinn og pasta+hvítlaugsbrauð í kvöldmatinn og svo auðvitað eitthvað dúndur kaffi í kaffitímanum. Strákarnir eru duglegir að finna sér eitthvað að gera og taka þátt í dagskránni. Í dag fáum við svo veltibílinn frá ökuskólanum í heimsókn og svo kemur björgunarsveitarfólk frá Akranesi sem ætlar að bjóða upp á kassaklifur. Þetta verður allt seinnipartinn. Fótboltinn heldur áfram að rúlla hér, svínadalsdeildin er í fullum gangi. Bátar og smíðaverkstæði, frjálsíþróttir og spil, kassabílarallý og veiðin. Allt þetta og miklu meira í dag í Vatnaskógi.

Nýjar myndir eru komnar inn, meira síðar!

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

64600412_638516530000945_6865514585684705280_n