Rigning og sól, lúsmý og rok 😊

Það eru allir glaði í dag í Vatnaskógi, enda var heitt kakó á boðstólnum í kaffinu strax eftir hermannaleikinn, fornfræga. Veðrið lék við okkur í gær sól og stilla og lúsmýið hélt sér til hlés megnið af deginum, en lét þó eitthvað á sig kræla í nótt. Flestir drengirnir hafa sloppið við bit þó einn og einn hafi verið bitinn. Í dag hefur rignt hressilega, hitinn verið í kringum 15 stig og hægur vindur, en þegar þetta er skrifað hefur stytt upp.

Í gærkvöldi fengu drengirnir pastasalat í í kvöldmat og tóku þeir allir hraustlega til matar síns. Eftir kvöldmat var vatnafjör og skelltu margir drengjanna sér í vatnið og út á vatnatrampólínið, eftir það lögðu margir leið sína í heitu pottanna við Leikskálann. Eftir kvöldkaffi fóru drengirnir á kvöldvöku og skemmtu sér mjög vel og steig m.a. leikhópurinn Villiöndin á stokk við mikinn fögnuð drengjanna. Þeim sem langaði var boðið að eiga kvöldstund í kapellunni ásamt foringja, fyrir því er löng hefði í Vatnaskógi og fara flestir drengjanna eitthvert kvöldanna í kapelluna. Eftir kapellustund komu drengirnir sig í háttinn og sofnuðu flestir fyrir kl. 23:00.

Í morgunn voru drengirnir vaktir kl. 8.30 og fengu morgunmat kl. 9, í morgunmatunum var hafragrautur í boði ásamt úrvali morgunkorna. Dagskrá morgunsins fór fram með hefbundnum hætti og drengirnir gátu valið sér dægradvöl eftir áhugasviði m.a. að fara á báta, dunda sér við smíðar á smíðarverkstæðinu, leika sér í íþróttahúsinu eða á kassabíl og keppa í 60 metra hlaupi á frjálsíþróttavellinum. Í hádeginu voru kjötbollur „bolognese“ á boðstólnum og borðuðu flestir drengjanna mjög vel. Eftir hádegismat fór fram hinn sögufrægi hermannaleikur í Vatnaskógi þar sem að Oddverjar og Haukdælir öttu kappi í fjörugum klemmu leik, þar sem að klemman táknar lífið þitt og andstæðingurinn reynir að taka hana frá þér. Í kaffinu var eins og áður segir heitt kakó á boðstólnum, kókoskúlur og eplakaka. Á þessari stundu eru drengirnir á bátum, í íþróttahúsinu þar sem fram fyrir þythokkímót, sumir eru í vító og verið er að keppa úrslitarimmuna í Svínadalsdeildinni í fótbolta. Í kvöldmatinn er plokkfiskur með heimabökuðu rúgbrauði að hætti matráðsins, Hreiðars Arnar Zöega!

Myndirnar eru hér, á sínum stað og við erum alltaf að bæta við myndum!

Jón Ómar Gunnarsson og Ársæll Aðalbergsson, forstöðumenn.