Í gær voru tvo stór dagskrártilboð í þessum ævintýraflokki. Strax að loknum hádegisverði héldu tæplega 30 drengir ásamt starfsfólki upp á Kamb, fjallið norðan við Eyrarvatn. Gangan hófst í fallegu og björtu veðri, en rétt um það leiti sem drengirnir náðu tindinum skall á blinda þoka. Drengirnir gæddu sér á súkkulaðibitakökum á tindinum, en náðu því miður mjög takmarkað að njóta útýnisins. Á niðurleiðinni gekk á með smáskúrum, en þegar komið var í skóginn beið drengjanna sem gengu, heitt kakó og kökuveisla.

Annað stórverkefni dagsins var síðan í gærkvöldi að lokinni kvöldvöku, en þá fóru allir drengirnir í leiki í íþróttahúsinu, boðið var upp á að skjótast í heita potta og létta hressingu. Drengirnir voru komnir í ró rétt fyrir miðnætti. Í dag verður dagskráin aðeins rólegri, þó vissulega verði margt spennandi á dagskrá.

Við erum því miður ekki búin að koma neinum myndum á netið enn. Stefnt er að því að birta ljósmyndir frá 7. flokki á Flickr svæði KFUM og KFUK þegar líður á flokkinn. Við höfum þó dregið verulega úr myndbirtingum miðað við fyrri ár, til að vernda og virða rétt drengjanna til einkalífs í samræmi við Evrópureglur um persónuvernd.

Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.